Föstudagur, 2. október 2009
Niðurskurður lífeyris aldraðra og öryrkja mannréttindabrot
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2010 verður ellilífeyrir ( grunnlífeyrir) 8,7 milljarðar það ár og tekjutrygging aldraðra 15,7 milljarðar.Sömu tölur fyrir öryrkja eru: Örörkulífeyrir 5 milljarðar og tekjutrygging öryrkja 13,3 milljarðar.Þetta er eftir niðurskurð. Ekki eru þessar tölur það háar,að þær setji þjóðarbúið á hliðina.Heildarútgjöld ríkisins næsta ár verða skv. frumvarpinu 555 milljarðar.Grunnlífeyrir nemur því 1,6% af heildarútgjöldum.Hvers vegna var félagsmálaráðherra að' skerða þessa hungurlús.Var það samkvæmt erlendu valdboði eða var talið nauðsynlegt að skera eitthvað niður hjá öllum þó það skipti engu máli í heildarsparnaði.
Eftir að hafa lesið helstu mannréttindasáttmála,sem Ísland er aðili að tel ég að niðuskurður á kjörum aldraðra og öryrkja sé mannréttindabrot.Ríkisstjórnin ætti því að sjá sóma sinn í því að afturkalla kjaraskerðingu lífeyrisþega.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.