Föstudagur, 2. október 2009
Bjarni Ben.:Framkoma AGS er hneisa
Icesave-málið er hneisa fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sé hann einhvers konar innheimtustofnun fyrir Breta og Hollendinga hafi Íslendingar ekkert með samstarf við hann að gera. Sjóðinn setji niður fyrir að vera sjóður sem komið sé á fót til að aðstoða ríki en verði einskonar innheimtustofnun vegna óskyldra mála. Sé sjóðurinn annarskonar fyrirbæri en hann gefi sig út fyrir að vera höfum við ekkert með samstarf við hann að gera. (ruv,is)
Ég er sammála Bjarna. Öll framkoma AGS við Ísland er til skammar.Sjóðurinn hefur brotið eigin starfsreglur með því að gerast innheimtuaðili fyrir Breta og Hollendinga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.