Föstudagur, 2. október 2009
Lífeyrir öryrkja ekki hækkaður
Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalagsins, gagnrýnir að ekki sé gert ráð fyrir að tekjur öryrkja hækki í nýju fjárlagafrumvarpi. Hann segir stjórnvöld búin að finna í öryrkjum breiðu bökin sem eiga að standa undir endurskipulagningu á ríkisfjármálaunum.
Í frumvarpi til fjárlaga næsta árs, kemur fram að ekki er gert ráð fyrir neinum hækkunum á atvinnuleysisbótum, barnabótum og ellilífeyri. Sömu sögu er að segja um örorkubætur.
Í byrjun þessa árs komu ekki til framkvæmda allar þær hækkanir á tekjum öryrkja sem kveðið er á um í lögum. Tekjur þessa hóps voru svo skertar 1. júlí. Því til viðbótar hefur verið dregið úr endurgreiðslum til öryrkja vegna lyfjakostnaðar og nú fyrsta október tók gildi breyting þar sem einnig er dregið úr endurgreiðslum til sama hóps vegna sjúkraþjálfunar.
Guðmundur segir bandalagið óttast að skorið verði niður í þeirri starfsemi sem félög eins og Sjálfsbjörg, Gigtarfélagið og MS félagið reki. Öll þessi félög séu lífsnauðsynleg, þó ríkið hafi ekki staðið sig í að reka slíka þjónustu. Guðmundur segir að þar sé enga fitu að flá. Það væri svakalegt ef skera eigi líka niður þar. (ruv,is)
Þetta eru slæmar fréttir fyrir öryrkja og það sama gildir um aldraða.Framkoma stjórnvalda við öryrkja og aldraða er slæm.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.