Föstudagur, 2. október 2009
Orku-og auðlindaskattur: Stormur í vatnsglasi
Mikill titringur er nú í herbúðum atvinnurekenda vegna þess,að ríkisstjórnin ætlar að leggja á orku- og auðlindaskatt,sem á að gefa 16 milljarða samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2010.Enda þótt ekki hafi verið upplýst hvernig skatturinn verði álagður og hvað hann verði t.d. hár á álfyrirtækjum stendur ekki á talsmönnum vinnuveitenda og álfyrirtækja að ráðast með hörku gegn þessum skatti.Þessir talsmenn fullyrða,að skattlagningin muni stöðva frekari fjárfestingar hér á landi. Þetta er stormur í vatnsglasi. Bæði forsætisráðherra og iðnaðarráðherra hafa sagt,að hér verði ekki um slíka skattlagningu að ræða að hún fæli fjárfesta frá landinu.
Steingrímur J.fjármálaráðherra hefur sagt,að hér verði um mjög breiðan skattstofn að ræða og skatturinn því mjög lágur á hverja einingu.en samt hamast þessi aðilar gegn skattinum,Ég tel mjög eðlilegt að taka upp orku-og auðlindaskatt. Það hefur verið þannig mörg undanfarin ár,að stóriðjufyrirtækjum hefur verið hlift við sköttum og hið sama hefur gilt um hátekjumenn. Þeim hefur einnig verið hlíft við skattlagningu. Og fjármagsntekjuskattur hefur aðeins verið 10%,sennilega sá lægsti í heimi. Nú verður hann hækkaður og færður nær tekjuskatti af launum en sett verður á frítekjumark fyrir ákveðinn sparnað í banka þannig að nýi skatturinn á ekki að lenda á tiltölulega litlum fjárhæðum,sem fólk hefur sparað. Ég tel stjórnina hér á réttri braut.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.