Fylgi Framsóknar eykst

Fylgi Framsóknarflokksins hefur ekki mælst meira í rúm sex ár samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Fylgi Hreyfingarinnar hefur hins vegar minnkað um helming á milli mánaða. Ríkisstjórnin hefur ekki mælst með minna fylgi og mjög hefur dregið úr vinsældum Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

Samkvæmt þjóðarpúlsi hefur fylgi þriggja stærstu flokkanna lítið breyst á milli mánaða. Sjálfstæðisflokkur er enn stærstur með 29% prósent, Samfylkingin með 26% og Vinstri grænir með 22%.

Helsta breytingin er sú að fylgi Hreyfingarinnar, áður Borgarahreyfingar, hefur fallið úr 6% í tæp 3%. Á sama tíma eykst fylgi Framsóknarflokksins um þrjú prósentustig, 18% þjóðarinnar myndu kjósa flokkinn ef kosið yrði núna. Framsóknarflokkurinn hefur ekki mælst með meira fylgi síðan í júlí 2003. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um tvö prósentustig, er 47% og hefur ekki mælst minni.

Gallup kannaði einnig ánægju þjóðarinnar með störf ráðherra ríkisstjórnarinnar. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, er lang vinsælust, tæpur helmingur þjóðarinnar er ánægður með hennar störf. Næst koma Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon með rúm 40%.

Helmingi færri eru nú ánægðir með störf Jóhönnu Sigurðardóttur en í febrúar þegar vinsældir ráðherra voru kannaðar. Þá hún bar höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálamenn með 65% en nú segjast 30% ánægð með hana.

Minnst er ánægjan með Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og Kristján L. Möller samgönguráðherra. 12-13% segjast ánægð með þeirra störf.

Síma- og netkönnun Capacents Gallup var gerð frá 27. ágúst til 28. september.  Heildarúrtak var rúmlega 7200 manns og svarhlutfall 59%.  (ruv.is)

Svo virðist sem Framsókn fái fylgið sem er að fara frá Borgarahreyfingunni vegns innbyrðis átaka þar.Hvort flokknum helst á því fylgi er svo eftir að koma í ljós.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband