Laugardagur, 3. október 2009
Fargjöld með sérleyfisbílum lækka um 50%
Frá og með deginum í dag lækka fargjöld með sérleyfisbifreiðum Bíla og Fólks um 50%. Bílar og Fólk er m.a. með sérleyfi á leiðinni Reykjavík - Akureyri , Reykjavík Snæfellsnes, Reykjavík Dalir, Reykjavík Höfn, að því er segir í tilkynningu.
Kristján L Möller samgönguráðherra seldi fyrsta farmiðann og gat þess að hér væru á ferðinni afar góðar fréttir fyrir þá sem þurfa að komast á milli staða. Mitt í allri umræðu um dýrtíð og versnandi hag almennings væri þessi lækkun fargjalda kærkomin búbót, segir í tilkynningu.(visir,is)
Þetta eru góðar fréttir í kreppunni. Það er ekki oft sem fréttur berast að svo myndarlegri lækkun sem hér um ræðir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.