Laugardagur, 3. október 2009
Kjör öryrkja skerðast um allt að 7,7% af heildartekjum
Lilja Þorgeirsdóttir,framkvæmdastjóri OBI skrifar grein í Fréttablaðið í dag. Þar gagnrýnir hún ríkisstjórnina harðlega fyrir að skerða kjör öryrkja.Henni farast m.a. svo orð í greininni:
Skerðingin á bótum almannatrygginga hófst hjá örorkulífeyrisþegum sem búa með öðrum við tæpar 160.000 kr. í heildartekjur á mánuði fyrir skatt og hjá þeim sem búa einir hófst skerðingin við rúmar 180.000 kr. á mánuði. Í dæmum sem starfsfólk ÖBÍ reiknaði út voru skerðingar af heildartekjum öryrkja, þ.e. bætur almannatrygginga og greiðslur úr lífeyrissjóði, í prósentum talið á bilinu 0,1-7,7%.
Þessar skerðingar koma sérstaklega illa við þennan hóp sem hefur litla sem enga möguleika á að auka tekjur sínar sökum fötlunar eða sjúkdóma. Hafa ber í huga að bætur lífeyrisþega eru framfærsla, oft á tíðum, til langs tíma, hjá mörgum allt lífið. Einnig er fólk með örorkumat að jafnaði með hærri útgjöld en aðrir vegna lyfja- og lækniskostnaðar, sjúkra- og iðjuþjálfunar o.fl. en þessi útgjöld hafa hækkað verulega undanfarið. Jafnframt hefur fjöldi lífeyrissjóða lækkað greiðslur til öryrkja um 7-10% í kjölfar bankahrunsins. Þá varð meirihluti lífeyrisþega fyrir allt að 10% skerðingu á bótum almannatrygginga 1. janúar sl. vegna bráðabirgðaákvæðis í lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum.
Slíkar skerðingar eru ómannúðlegar. Það er sérstaklega mikilvægt á tímum kreppu og niðurskurðar að standa vörð um þá sem standa höllum fæti í samfélaginu og hafa lægstu tekjurnar. Langtímafátækt hefur slæm áhrif á heilsu fólks, sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og eykur kostnað ríkisins til lengri tíma litið. Því er það óásættanlegt að öryrkjar og ellilífeyrisþegar taki á sig hlutfallslega meiri byrðar en aðrir. Skjaldborgin" um heimilin í landinu virðist ekki eiga að ná til lífeyrisþega þrátt fyrir að þeir séu, eins og aðrir, með heimili, börn á sínu framfæri og aðrar skuldbindingar eins og aðrir.vísir.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
Athugasemdir
og ekki bara það, fjöldauppsagnir ásamt því að margvísleg þjónusta sem öryrkjar þurfa oft að nýta, verður aflögð á næsta ári.
Finnur Bárðarson, 3.10.2009 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.