Kvótabraskið blettur á þjóðinni

Í grein Björgvins Guðmundssonar í Mbl. um kvótakerfið segir svo í niðurlagi :

Kvótabraskið er blettur á þjóðinni. Það verður enginn friður í þjóðfélaginu um stjórn fiskveiða fyrr en kerfinu hefur verið breytt,veiðiheimilir innkallaðar og þeim úthlutað á ný á sanngjarnan og réttlátan hátt. Síðan á ríkið að sjálfsögðu að fá gjald fyrir afnot af þessari auðlind,sem lögum samkvæmt er sameign þjóðarinnar.Það getur komið sér vel fyrir þjóðina í kreppunni ,að ríkið fái gjald fyrir afnot af veiðiheimildum.Margar íslenskar útgerðir eru nú mjög skuldsettar.Það er ekki eingöngu vegna rekstrarerfiðleika heldur vegna þess að útgerðirnar hafa verið að braska með kvótana.Útgerðarfyrirtækin hafa tekið mikil lán með veði í fiskiskipum og kvótum til þess að fjármagna kvótakaup.Þær hafa veðsett sameign þjóðarinnar! Einhver af þessum skuldabréfum hafa lent í höndunum á erlendum bönkum. Erlendir bankar eru því komnir með veð í íslenskum kvótum. Það er alvarlegt mál.Skuldir útgerðarinnar í bönkunum munu vera 550 milljarðar.Ríkið á nú bankana og getur haft áhrif á það hvernig farið verður með þessar skuldir. Sumar  útgerðir eru í vandræðum með greiðslur af þessum skuldum.Sjálfsagt kemur skuldastaða útgerðarinnar á dagskrá,þegar innkölln veiðiheimilda hefst.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband