Of mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að verja 99,3 milljörðum til heilbrigðismála næsta ár ( gjöld umfram tekjur). Það er 22,3milljörðum minna en á yfistandandi ári eða lækkun um 19,3%.Þetta er of bratt farið i niðurskurð. Ef farið verður eftir þessum tillögum þarf að segja upp fleiri hundruð manns.Það starfsfólk mundi fara beint á atvinnuleysisbætur,sem þýðir útgjöld fyrir ríkið undir öðrum lið.Þess þarf að gæta að stefna ekki öryggi sjúklinga í hættu með of miklum niðurskurði. Margir hafa bent á á að kröfur AGS um niðurskurð ríkissútgjalda séu of strangar og að það ætti að semja við sjóðinn um að dreifa niðurskurðinum á lengri tíma.Ég tek undur það.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband