Sunnudagur, 4. október 2009
Mikið að gera hjá Steingrími í Istanbul
Aðalfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans hefst á þriðjudaginn, en þangað til mun íslenska sendinefndin eiga tugi funda með fólki úr fjármálageiranum, fulltrúum lánshæfisfyrirtækja og embættismönnum.
Íslenska sendinefndin, sem nú er komin til Istanbúl Í Tyrklandi vegna ársfundar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, mun hitta Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra sjóðsins eftir helgi. Í íslensku sendinefndinni eru fulltrúar Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins, ásamt Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, sem kom til Istanbúl eftir hádegið í dag. Það eru stór verkefni sem bíða hópsins, ekki síst vegna Icesave-deilunnar og endurskoðunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun íslenskra yfirvalda.
Eins og fram hefur komið stendur til að skrifa undir lánasamning við Pólverja. Þá er einnig fyrirhugað að Steingrímur setjist niður með starfsbræðrum sínum frá Bretlandi og Hollandi, vegna Icesave-deilunnar. Már segir eitt stærsta verkefnið að útskýra stöðuna hér heima og greiða fyrir því að lánsfjármagn fáist til landsins að nýju.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.