Sunnudagur, 4. október 2009
Þorvaldur Gylfason: Verðum að halda við áætlun AGS
Þorvaldur Gylfason prófessor var gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils í dag.Þeir ræddu hrunið í tilefni af þvi að 1 ár er liðið fra því það hófst. Þorvaldur sagði,að það hefði verið rétt skref af Íslandi að semja við AGS,gera efnahagsáætlun og fá lán frá sjóðnum. En árið hefði verið illa nýtt og þess vegna gengi endurreisnin hægar en vonir stóðu til. Seðlabankinn hefði vanmetið erlendar skuldir okkar og það hefði sett strik í reikninginn.Lausn Ice save deilunnar hefði tekið mikið lengri tíma en reiknað hefði verið með. Þorvaldur sagði,að Ísland ætti að halda sig við AGS.Ekki væri farsælla að taka lán hjá öðrum,t,d. Norðmönnum og segja upp samstarfinu við AGS. Norðmenn mundu gera svipaðar kröfur og AGS en alþjóðasamfélagið hefði meiri trú á AGS en Norðmönnum. Ef við segðum upp samstarfinu við AGS minnkaði traust á okkur erlendis.
Þorvaldur var einn fárra manna sem sögðu fyrir að illa færi vegna gífurlegrar skuldsetningar bankanna erlendis.Hann vildi að Seðlabankinn takmarkaði lántökur bankanna erlendis en ekki var hlustað á ráð hans.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.