Getum við komist hjá að taka lán til að efla gjaldeyrisforðann?

Sigmundur Davíð,formaður Framsóknar, sagði í Silfri Egils í dag,að  Íslendingar ættu ekki að taka meiri lán.Miklar lántökur hefðu sett bankana á hliðina og sama hættan væri fyrir þjóðina ef hún skuldsetti sig um of, Gaf Sigmundur til kynna að við ættum að segja upp samstarfinu við AGS og ekki að greiða Ice save.Þetta er vissulega sjónarmið. En hagfræðingar telja nauðsynlegt,að Ísland efli gjaldeyrisforða sinn og hafi fjármuni til taks til þess að standa við skuldbindingar ríkisins og hafa eitthvað upp á að hlaupa ef þörf krefur. Ekki er meiningin að eyða lánum AGS í eyðslu heldur til þess að styrkja gjaleyrisforðann.Það er einnig talið nauðsynlegt að hafa öflugan gjaldeyrisvarasjóð, þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband