Aðeins 412 aldraðir fengu fulla framfærsluuppbót 2008!

Það er mikið talað um það,að eldri borgarar hafi fengið miklar hækkanir á lífeyri sínum 2008 og um siðustu áramót.Í fjárlagafrumvarpinu segir,að lífeyrir hafi hækkað meira en  kaup verkafólks og siðan segir,að frv. geri ekki ráð fyrir neinni hækkun bóta.

 Hverjar eru staðreyndir málsins? Þær eru þessar: Kaup verkafólks hækkaði um 16% 1.feb.2008.Lífeyrisþegar fengu þá 7,4%. Mismunurinn var óbættur til 1.sept. sama ár.En þá fengu 412 ellilífyrisþegar fulla framfærsluuppbót,150 þús. fyrir skatt og 130 þús. eftir skatt.Aðrir fengu engar uppbætur eða skertar uppbætur.Þorri lífeyrisþega fékk enga verðlagsuppbót um sl. áramót aðeins litli hópurinn sem er á strípuðum bótum fekk fulla verðlagsuppbót.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband