VG áfram í ríkisstjórninni

Fundur VG í gærkveldi virðist hafa gengið vel. Það mun hafa tekist að bera klæði á vopnin.Að vísu er undiralda í þingflokknum og óvíst hvað gerist þegar Icesave málið verður aftur lagt fyrir alþingi.Það fer að sjálfsögðu eftir því hvað ríkisstjórnin vill gefa mikið eftir við Breta og Hollendinga. Ekki er mikil stemmning fyrir mikilli eftirgjöf. Hins vegar er slæmt að hafa þetta mál áfram óafgreitt hangandi yfir sér. Það verður að leysa það sem fyrst.VG vill vera áfram i ríkisstjórn og má ekki hugsa til þess að hleypa íhaldinu aftur að. Óróaseggirnir vilja leggja mikið á sig fyrir það markmið.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband