Fimmtudagur, 8. október 2009
Almannatryggingar skyldu vera fyrir alla án tillits til efnahags
Alþýðutryggingar voru lögfestar hér á landi 1936 fyrir forgöngu ríkisstjórnar Alþýðuflokksins og Framsóknar.Tryggingarnar voru efldar og útvíkkaðar í tíð nýsköpunarstjórnar Alþýðuflokks,Sjálfstæðisflokks og Sósialistaflokks 1944-1947.Að kröfu Alþýðuflokksins voru þá sett lög um almannatryggingar.Nýsköpunarstjórnin lýsti því yfir að setja ætti almannatryggingar,sem næðu til allra án tillits til stétta eða efnahags og yrðu svo góðar að þær yrðu í fremstu röð slíkra trygginga á Norðurlöndum.Samkvæmt þessu var það alveg ljóst,að tryggingarnar áttu að ná til allra. Þær áttu að vera altækar. Því stenst því ekki að fella niður grunnlífeyri hjá fjölda bótaþega. Það eru svik og sennilega eignaupptaka.Í fyrstu náðist það markmið að almannatryggingarnar yrðu í fremstu röð en síðan drógust þær aftur úr. Og í dag standa almannatryggingar hér langt að baki slíkum tryggingum á Norðurlöndum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.