Ár frá níðingsverki Breta

Þann 8. október í fyrra beittu Bretar hryðjuverkalögum gegn íslenska ríkinu og Landsbankanum í Lundúnum. Íslenskir ráðamenn virðast ekki hafa áttað sig á þessu fyrr en daginn eftir.

Strax um morguninn þann áttunda komu slæmar fréttir. Glitnir var fallinn og hafði Fjármálaeftirlitið skipað skilanefnd yfir bankanum þá um nóttina. Starfsmenn Glitnis funduðu eins og starfsmenn Landsbankans morguninn áður, viku síðar var Lárus Welding, bankastjóri hættur.

En bresk stjórnvöld létu til skarar skríða og Gordon Brown forsætisráðherra, tilkynnti að bresk stjórnvöld hefðu höfðað mál gegn íslenskum yfirvöldum til að endurheimta fé sem fólk hafi glatað í breskum útibúum íslenskra banka. Íslenski forsætisráðherrann, Geir H. Haarde sagði ríkisstjórn Íslands staðráðna í að láta ekki stöðuna á fjármálamörkuðum skyggja á áralanga vináttu Íslands og Bretlands.

Geir Haarde minnist ekki á að hryðjuverkalögum hafi verið beitt gegn Landsbankanum í Bretlandi, Seðlabanka Íslands og Fjármálaráðuneyti. Breska ríkisstjórnin hafði þá um morguninn tekið þessa ákvörðun og ennfremur var hringt í Árna Mathiesen fjármálaráðherra úr breska fjármálaráðuneytinu en í símtalinu var ekkert minnst á hryðjuverkalög. (ruv.is)

Margir telja,að það að Bretar skyldu beita Íslendinga hryðjuverkalögum hafi  veitt íslenska bankakerfinu náðarhöggið. Þetta var ekkert annað en níðingsverk af hálfu Breta gegn Íslendingum.Gömul vinaþjóð Íslands og bandalagsþjóð í NATO  setti Ísland í flokk með hryðjuverkamönnum og skelltu hryðjuverkalögum á þá til þess að geta komist yfir Íslenska banka í Bretlandi.Þessi aðgerð Breta olli Íslendingum ómældum skaða og Íslendingar munu seint gleyma þessu níðingsverki Brown forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband