Föstudagur, 9. október 2009
Niðurskurður á lífeyri aldraðra og öryrkja harðlega gagnrýndur á alþingi í gær
Fyrsta umræða um fjárlagafrv fór fram á alþingi í gær. Fram kom hörð gagnrýni á niðurskurð lífeyris aldraðra og öryrkja. Bent var á,að þessi niðurskurður væri ekki í samræmi við kosningaloforð stjórnarflokkanna. Ég tek undir þessa gagnrýni.
Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram,að tekjur ríkisins munu aukast um 4 milljarða vegna þess að sparisjóðsbækur ellilífeyrisþega og annarra voru opnaðar um sl. áramót og Tryggiingastofnun getur nú skert lífeyri aldraðra mikið meira en áður vegna meiri fjármagstekna. Ríkið græðir 4 milljarða á þessu. M.ö.o.: Félagsmálaráðherra hefði ekki þurft að skera lífeyri aldraðra og öryrkja neitt niður. Hann gat einfaldlega bent á,að tekjur mundu aukast um 4 milljarða vegna aukinna skerðinga af völdum fjármagnstekna eða álíka og skerðingar nema á lífeyri.Skerðingin á lífeyri var óþörf til þess að ná umræddum sparnaði.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.