Ice save stopp

Svo virðist sem lítið eða ekkert hafi gerst í Ice save málinu að undanförnu. Einhverjar þreifingar munu hafa átt sér stað en engin hreyfing orðið. Ekki er vitað hvort Bretar halda enn við   þá kröfu,að  ríkisábyrgðin verði látin gilda lengur en til 2024.Ekki er unnt að fallast á það nema þingið samþykki.Hverfandi líkur eru á að eitthvað verði eftir af láninu 2024 en Bretar og Hollendingar vilja að ákveðið verði strax hvernig með hugsanlegar eftirstöðvar verði farið. Ef til vill getur innstæðutryggingasjóðurinn fallist á að greiða eftirstöðvar 2024 á einhverju árabili en án  ríkisábyrgðar. Ef Bretar og Hollendingar féllust á að er óvíst að það þyrfti að leggja slíka breytingu fyrir alþingi.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Icesave-mál hafa ekki haggast neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband