Mikil skuldasúpa án Icesave

Forsætisisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á alþingi,að Icesave væri ekki stærsta vandamálið sem við væri að stríða þó það væri  stórt. Aðrar skuldir þjóðarbúsins væru mun stærri.

Á heimasíðu Samfylkingarinnar er yfirlit yfir þessar skuldir. Þar segir:

Skuldir ríkisins munu vaxa úr rúmum 300 milljörðum króna árið 2007 í rúma 1700 milljarða árið 2010 eða um nærri eina landsframleiðslu - 1400 milljarða króna. Þar er þó ekki ein króna vegna Icesavemálsins því sú upphæð telur ekki fyrr en eftir 7 ár, 2016.  En stærstu póstarnir í skuldunum eru þessir:- 350 milljarðar eru vegna halla ríkissjóðs- 350 milljarðar vegna lána vinaþjóða til þess að styrkja gjaldeyrisforðann- 300 milljarðar vegna endurfjármögnunar banka og fjármálafyrirtækja- 150 milljarðar vegna gengisþróunar á eldri lánum

- 300 milljarðar vegna Seðlabanka Íslands, til að forða gjaldþroti hans. Skuld ríkisins  vegna afskrifaðra lána Seðlabanka Íslands jafngildir þreföldum niðurskurði fjárlagahallans á milli áranna 2009 og 2010 .

Já,skuldasúpan er mikil en þó er Icesave ekki farin að telja í þessari upptalningu. 

Björgvin Guðmundsson  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband