Föstudagur, 9. október 2009
Endurskoðun almannatrygginga á villigötum
Stefán Ólafsson prófessor er mjög góður fræðimaður og hefur á undanförnum árum bent á margt,sem aflaga hefur farið í þjóðfélaginu og hjá stjórnvöldum.Hann benti t.d. á misréttið í skattamálum en einnig á gallana á almannatryggingalöggöfinni og hinar miklu tekjutengingar,sem færu mjög illa með lífeyrisþega.Það var hann, sem sagði,að skerðingar og skattar hirtu ávinning lífeyrisþega af því að vera í lífeyrissjóði,þar eð ávinningurinn hyrfi í skerðingar á tryggingabótum TR og skatta til ríkisins.En hvers vegna eru á tillögur hans og nefndar hans um enduskoðun TR þá svona lélegar. Svarið er einfalt: Hann er að þóknast stjórnvöldum.Hann er ekki sá fyrsti hér á landi sem fellur í þá gryfju.Hann átti að halda við sínar gömlu tillögur varðandi breytingar á TR og láta stjórnvöld um að ákveða hvað yrði notað af þeim og hvað ekki.Þannig vinna nefndir erlendis.En nándin er svo mikil hér,að það er erfitt að stunda sams konar vinnubrögð og erlendis.
Því miður kemur ekkert út úr endurskoðun almannatryggingalaganna.Skýrsla nefndarinnar hefur hlotið mikla gagnrýni hjá Landssambandi eldri borgara,hjá 60% í Samfylkingunni og í blöðum.Það hjálpar ekki nefndinni við endurskoðun að kreppa er í landinu.Sennilega væri skynsamlegast við þessar aðstæður að fresta endurskoðun trygginganna,þar til efnahagsmálin lagast.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.