Laugardagur, 10. október 2009
Félagsmálaráðuneyti segir,að vasapeningar lækki ekki
Félags-og tryggingamálaráðuneytið hefur gefið út tilkynningu um vasapeninga vistmanna á stofnunum aldraðra.Þar segir,að þeir muni ekki lækka næsta ár. Þeir verði óbreyttir.Framlagið í frumvarpi til fjárlaga sé að vísu lægra en áður en það sé vegna þess,að færri en áður eigi rétt á vasapeningum en þeir eru tekjutengdir eins og allt í tryggingakerfinu.Ekkert var minnst á það mannréttindamál,að vistmenn stofnana fyrir aldraða haldi lífeyri sínum og greiði sjálft tilskylin gjöld eins og annað fólk,sem nýtur fullra mannréttinda.Fyrri ríkisstjórn hafði lofað að leiðrétta þetta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.