Eðlilegt að forsætisráðherra fái álit Seðlabanka og efnahagsráðuneytis

Stjórnarandstaðan hefur tekið því mjög illa,að forsætisráðherra skyldi leita álits efnahagsráðuneytis og Seðlabanka á því hvaða afleiðingar það hefði ef töf yrði áfram á því að AGS afgreiddi lánið til Íslands.Formaður Sjálfstæðisflokksins segir,að með þessu sé ríkisstjórnin að panta slæmar fréttir til þess að búa þingið undir að taka erfiðar ákvarðanir í Icesave málinu.Þetta eru skrítin viðbrögð hjá stjórnarandstöðunni. Vissulega er eðlilegt að kannað sé hvað það hafi í för með sér að fresta enn afgreiðslu AGS láns og afgreiðslu Icesave.Báðir aðilar,efnahagsráðuneyti og Seðlabanki telja,að frekari töf muni hafa mjög slæmar afleiðingar.Síðan virðist Seðlabankastjóri ósáttur við að svar Seðlabankans skyldi birt strax opinberlega.Þessir aðilar verða  að fara að venja sig við opna og gegnsæja stjórnsýslu. Það er liðin sá tími að pukrast sé með allt. Ég tel,að það hafi verið fullkomlega eðlilegt að fá álit efnahagsráðuneytis og Seðlabanka á því hvað frekari töf hefði í för með sér.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband