Laugardagur, 10. október 2009
Er ríkisstjórnin í andaslitrunum?
Enn eru mjög skiptar skoðanir um líf ríkisstjórnarinnar,þ.e. hvort hún lifi eða gefi upp öndina.Lífslíkur hennar eru heldur meiri eftir þingflokksfund VG sl. miðvikudag.Þó er ljóst,að ágreiningur innan VG um Icesave hefur ekki verið jafnaður. Búist er við því að ríkisstjórnin leggi einhvern næstu daga fram nýtt frv. um Icesave sem breyti eitthvað fyrirvörunum við Icesave samkomulagið. Það verður þá væntanlega niðurstaðan af viðræðum þeim sem nú standa yfir við Breta og Hollendinga.Ríkisstjórnin mun leggja niðurstöðu viðræðna fyrir alþingi og freista þess að tryggja fyrirfram stuðning við niðurstöðuna.M.ö.o. : Hún mun athuga hvort Ögmundur og co mun fást til þess að styðja þá niðurstöðu sem verður í boði.Hugsanlegt er einnig að Ögmundur og co.sitji hjá.Ég spái því að stjórnin komi Icesave gegnum þingið og lifi af. Menn vilja ekki að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.