Sunnudagur, 11. október 2009
Mannréttindabrot að skerða lífeyri aldraðra og öryrkja
Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Þar segir svo m.a.:
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010 verða tekjur 468 milljarðar en útgjöld 555,6 milljarðar.Ríkisútgjöld verða skorin niður um 43 milljarða og beinir skattar hækkaðir um 37,6 milljarða en óbeinir skattar hækkaðir um 25,5 milljrarða.Þetta er mikill niðurskurður og miklar skattahækkanir en ætlunin er að minnka fjárlagahallann um 100 milljarða.Það er samkvæmt samkomulagi við aðila vinnumarkaðarins í stöðugleikasáttmálanum hvernig sparnaðurinn skiptist í niðurskurð og skattahækkanir.Mörgum finnast skattahækkanirnar miklar en niðurskurðurinn er einnig tilfinnanlegur og ef hann yrði meiri þýddi hann miklar uppsagnir á starfsfólki sem mundi þýða aukin útgjöld í formi atvinnuleysisbóta.Hér er því um erfiðan línudans að ræða.Það er bankahrunið,efnahagskreppan sem veldur hallanum á ríkissjóði og mikilli skuldasöfnun.Ríkissjóður hefur orðið að leggja bönkunum til mikla fjármuni til þess að gera þá starfhæfa.Hann þurfti að leggja Seðlabankanu til 300 milljarða þar eð bankinn var í raun gjaldþrota.Og ríkissjóður hefur lagt einkafyrirtækjum til fjármuni,eins og Sjóvá.Síðan mun Ice save skuldin bætast við, ef eignir Landsbankans duga ekki til .
Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa lagt áherslu á það í þessum þrengingum,að allir verði að bera byrðar til þess að koma Íslandi út úr lreppunni. Það er að mestu leyti rétt. Ég tel þó, að aldraðir og öryrkjar eigi að vera undanskildir.Aldraðir hafa skapað það þjóðfélag,sem við búum við í dag. Þeir hafa gengið í gegnum margar kreppur áður enda þótt sú,sem nú herjar á okkur sé sú versta síðan í heimshreppunni.Ég fann fyrir heimskreppunni hér á Íslandi, þar eð atvinnuleysi var hér á landi allt fram til síðari heimsstyrjaldarinnar,sem afleiðing heimskreppunnar. Faðir minn var lengi atvinnulaus og þá voru engar atvinnuleysisbætur. Eina ráð hans var iðulega að fara niður á höfn og trolla kol úr höfninni sem hann síðan seldi fyrir mat. Erfiðleikarnir í dag eru litlir í samanburði við afleiðingar heimskreppunnar á Íslandi.Öryrkjar eiga að vera undanskildir þar eð þeir hafa misst heilsuna og búa við svo erfið kjör,að þeir fara að mestu á mis við þau lífsgæði,sem aðrir njóta. Mannréttindasáttmálar,sem Ísland er aðili að gera ráð fyrir að leitað sé allra annarra leiða áður en kjör aldraðra og öryrkja eru skert.Þetta gerði ríkisstjórn Íslands ekki. Hún skellti á lífeyrisþega kjaraskerðingu fyrirvaralaust.Hún valdi það að skerða kjör aldraðra og öryrkja vegna þess að það var fljótvirk leið. Það er mannréttindabrot.
Björgvin Guðmundsson
Í
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.