Erum við að taka of mikið af erlendum lánum?

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að íslenska ríkið þurfi ekki nauðsynlega á öllum þeim erlendu lánum að halda sem eru í boði. Það myndi lækka skuldastöðu ríkisins um hundruð milljarða og minnka vaxtakostnað verulega ef einungis hluti lánanna yrði þeginn. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

„Ég held að það sé mjög líklegt að við þurfum þetta ekki allt. Mjög fljótlega eftir að ég tók við embætti hér þá komst ég að þessari niðurstöðu. Ég hef rætt það við ráðherra í ríkisstjórninni og fleiri og ég hef sett í gang ákveðna vinna hér í bankanum til að kanna hvort það sé ekki," sagði Már.(visir,is)

Þetta er athyglisverð yfirlýsing frá Seðlabankastjóra.Við þurfum erlend lán til þess að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn en ekki til eyðslu. Auðvitað eigum við ekki að taka meiri lán í þessu skyni en nauðsynlegt er. Það er hlutverk Seðlabankans að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð og Seðlabankinn á að segja til um það hvað þarf stóran gjaldeyrisvarasjóð. Þetta er lögbundið hlutverk Seðlabankans. 

 

Björgvin Guðmundsson


 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband