Sunnudagur, 11. október 2009
Orkuveitan óhress með afstöðu umhverfisráðherra
Formaður og framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur eru mjög óhressir með ummæli umhverfisráðherra í Fréttablaðinu en þar sagði ráðherrann,að vafamál væri að fyrirtækið þyldi frekari skuldsetningu.Lét ráðherra þessi orð falla í tilefni af lánsumsókn OR til evrópska fjárfestingarbankans.Fjármálaráðherra hefur mælt með lánveitingu til OR og telur að fyrirtækið ráði vel við hana.Orkuveitan segir það alvarlegt mál,að ráðherra í ríkisstjórn Ísland reyni að draga úr trúverðugleika fyrirtækisins og gefur til kynna að það gæti dregið úr möguleikum á að fá lán.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.