Mánudagur, 12. október 2009
Hvað dvelur orminn langa?
Ríkisstjórnin hefur enn ekki lagt fram á þingi frumvarp um Icesave,þ.e. til þess að leysa það endanlega.Tvær ástæður geta valdið því:1) að ekki sé meirihluti á alþingi fyrir lausn málsins.2) að ekki sé lokið viðræðum við Breta og Hollendinga og því hafi ríkisstjórnin ekkert í höndunum til þess að leggja fyrir þingið.Það er á mörkunum að það sé meirihluti fyrir Icesave lausn á þinginu. Ráðherrar hafa sagt,að málið verði ekki lagt fyrir þingið nema meirihluti sé fyrir málinu.Ef ekki liggur fyrir nein tillaga um lausn málsins og enn er verið að ræða við Breta og Hollendinga þá er málið stopp.En við höfum ekki meiri tíma. Það verður að leggja málið fyrir þingið í vikunni ef á annað borð þarf að leggja það fyrir þingið. Ef Bretar og Hollendingar samþykkja fyrirvara Íslands þarf málið ekki að fara fyrir þing.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.