Miðvikudagur, 14. október 2009
Bónusverslanirnar hafa lækkað vöruverð mun meira en aðrir
Þær raddir hafa heyrst að undanförnu,að Hagar ( móðurfélag Bónus) sé orðið svo stórt,að það þurfi að hluta það i sundur.Lítum á starfsemi Bónus gegnum tíðina: Bónus hefur lækkað vöruverð mun meira á landinu en nokkur önnur smásöluverslun eða keðja.Með þessu hefur Bónus fært almenningi mjög miklar kjarabætur.Ekki liggur fyrir,að Bónus hafi komið á skaðlegum samkeppnishömlum.Það eina,sem Samkeppniseftirlitið hefur sakað Bónus um er að stunda verðstríð við Krónuverlanirnar en bæði Bónus og Krónan lækkuðu verð óeðlilega mikið í umræddu verðstríði.
Þegar móðurfélag Bónus keypti 10-11 verslanirnar var málið athugað hjá samkeppnisyfirvöldum og var gefið grænt ljós af þeim yfirvöldum fyrir kaupunum.Ekki hefur frétst ,að samkeppniseftirlitið hafi verið að kanna neina skaðlegar samkeppnishömlur hjá Högum eða Bónus.Enn er Bónus með lægsta vöruverðið til hagsbóta fyrir neytendur og á meðan svo er þarf að gæta þess að torvelda ekki starfsemi fyrirtækisins.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bónus stuðlaði að lækkuðu vöruverði í byrjun, en eftir að fyrirtækið sameinaðist Hagkaupum og 10-11 hefur staðan gjörbreyst og í raun heldur fyrirtækið nú uppi vöruverði og stuðlar að hækkun þess, með framferði sínu gagnvart birgjum og matvöruframleiðendum. Um þetta var fjallað nánar á þessu bloggi.
Axel Jóhann Axelsson, 14.10.2009 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.