Fimmtudagur, 15. október 2009
Framkvæmdasjóður á að greiða byggingarkostnað hjúkrunarheimila en ekki rekstur
Félags-og tryggingamálaráðherra hefur hreyft þeirri hugmynd að Framkvæmdasjóður greiði rekstrarkostnað nýrra hjúkrunarheimila. Það er ekki heimilt samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóður er stofnaður til þess að greiða byggingakostnað og kostnað við breytingar á hjúkrunarheimilum.Hann getur í vissun tilvikum greitt húsaleigu en ekki venjulegan rekstrarkostnað.Margir stjórnmálamenn hafa viljað seilast í sjóðinn. T.d. fór Sif Friðleifsdóttir sem heilbrigðisráðherra í sjóðinn og lét hann greiða ýmis gæluverkefni svo sem styrk til lúðrasveitar!Slíkt er algerlega óheimilt. Sjóðurinn á eins og nafn hans bendir til að greiða framkvæmdakostnað hjúkrunarheimila en alls ekki rekstrarkostnað. Það er óheimilt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.