AGS: Sjálfstæðisflokkurinn kominn í hring

Ríkisstjórn Geirs H.Haarde  sendi lánsumsókn til AGS fyrir tæpu ári. Ríkisstjórn Geirs taldi skynsamlegast fyrir Ísland að  leita aðstoðar AGS og fá lán og ráðgjöf frá sjóðnum.Nú er Sjálfstæðisglokkurinn  algerlega snúinn í málinu og helst á talsmönnum flokksins að skilja,að flokkurinn vilji slíta samstarfinu við AGS.Flokkurinn snýst eins og vindhani.

Persónulega tel ég,að það ætti að endurskoða  samstarfið við AGS,ekki til þess að slíta samstarfinu heldur til þess að endurskoða samstarfsáætlunina,lengja tímann fyrir niðurskurð ríkisútgjalda og til þess að skera niður heildarlánsupphæð frá AGS.Við þurfum ekki á allri lánsupphæðinni frá AGS að halda.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband