Fimmtudagur, 15. október 2009
Sjálfstæðisflokkurinn vill ná peningum frá lífeyrissjóðum í stað tekjuskatta
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram efnahagsmálatillögur á alþingi. Þar er gert ráð fyrir niðurskurði ríkisútgjalda á sama hátt og ríkisstjórnin reiknar með en síðan vill flokkurinn komast hjá hækkun tekjuskatta með því að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði í stað þess að skattleggja útgreiðslur eins og nú er gert.Síðarnefnda tillagan er ekki ný.Flokkurinn hefur hreyft henni áður.
Aðilar vinnumarkaðarins hafa lagst gegn tillögu um skattlagningu á inngreiðslu lífeyris.Mér finnst rétt að athuga þessa tillögu með opnum huga. En gallinn á tillögunni er sá,að hún dregur úr ávöxtun lífeyris en ef til vill væri unnt að bæta úr því með þvi að draga af skattlagningunni fjármuni til þess að bæta lífeyrissjóðunum það tap að einhverju leyti.Hugsanlega mætti bæta lífeyrissjóðunum tapið í áföngum.
.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:26 | Facebook
Athugasemdir
Sjálfstæðismenn eru auvitað aldrei í rónni ef þeir vita af fjármunum sem hægt er að plata út úr eigendum. Þeir líta á alla slíka sjóði sem "fé án hirðis."
Annað mál er svo hitt að það gæti verið athugandi hvort ríkið næði samningum við þessa sjóði til lausnar brýnna verkefna í tiltekinn tíma. Sérstaklega þó með þann hluta í huga sem bundinn er í erlendum gjaldeyri.
Árni Gunnarsson, 15.10.2009 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.