Framsókn vill afskrifa hluta húsnæðislána

Allur þingflokkur Framsóknarflokksins, sem telur níu þingmenn, hefur lagt fram tillögu á Alþingi um afskriftir af höfuðstól lána íslenskra heimila og fyrirtækja.

Þingflokkurinn vill að fjármálráðherra verði falið að framkvæma nauðsynlegar afskriftir og nemi þær að minnsta kosti 20% af höfuðstól láns. Skal afskriftunum lokið í síðasta lagi 1. desember næstkomandi. Þá er enn lagt til að byrjað verði að leiðrétta lánin með því að færa þau nokkurn veginn aftur að þeirri upphæð sem var fyrir hrunið. (ruv.is)

Framsókn hefur áður lagt til svipaðar afskriftir.En ríkisstjórnin hefur sagt,að þessar tillögur Framsóknar kosti ríkið of mikið og þess vegna hefur ekkert verið tekið undir þær.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband