Föstudagur, 16. október 2009
Við notum ekki sömu peningana tvisvar
Ef farið yrði að tillögu Sjálfstæðisflokksins og tekin yrði upp skattlagning lífeyris við inngreiðslu í stað útgreiðslu yrði um það mikið fjármagnstap að ræða hjá lífeyrissjóðunum að þeir gætu tæplega kostað miklar framkvæmdir fyrir ríkið eins og rætt hefur verið um.Við notum ekki sömu peningana tvisvar. Ef til vill væri skynsamlegt að fara hér milliveg,þ,e, að skattleggja lífeyrinn að hálfu leyti við inngreiðslu og að hálfu leyti við útgreiðslu. Rétt er að skoða allar leiðir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.