Góð grein Jóhannesar í Bónus

Jóhannes í Bónus skrifar grein í Morgunblaðið og Fréttablaðið í gær,samhljóða greinar.Greinina skrifar hann í tilefni af því,að rætt hefur verið um  það að undanförnu  að hluta þyrfti Bónus (Haga) í sundur.Menn segja,að Bónus sé orðið of stórt og fyrirferðamikið á smásölumarkaðnum.Jóhannes segir,að Bónus hafi aldrei gengið betur en  í dag þó fyrirtækið hafi starfað í 20 ár.Jóhannes segir: Enda er okkar leiðarljós  og  hefur alltaf verið að  selja vöruna á lægra verði en aðrir. Hann segir,að Bónus hafi komið inn á markaðinn með nýja viðskiptahætti og fækkað milliliðum til hagsbóta fyrir neytendur.Við höfum lagt áherslu á hagkvæmni í rekstri,segir Jóhannes.Það segir sína sögu um, árangur Bónus,að á sl. 20 árum hefur hlutur matvöru í ráðstöfunartekjum heimilanna lækkað úr 24% í 12%.

Það er hagsmunamál neytenda,að Bónus starfi í óbreyttu formi.Ef  yfirvöld færu að skipta Bónus í sundur er óvíst að fyrirtækið gæti boðið eins lágt vöruverð og það gerir nú. Það er sjálfsagt að fylgjast með því að fyrirtækið stundi ekki skaðlegar samkeppniskömlur.En meðan svo er ekki eiga yfirvöld að láta það í friði.Grein Jóhannesar er góð. Ég hvet  menn til þess að lesa hana.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Góðan dag,

Betri er grein sama aðila frá 1991 þar sem Jóhannes sagði m.a.

“Það er afar óhollt í kapítalísku þjóðfélagi, að eitt fyrirtæki verði svo stórt að það nái kannski 30­-40% markaðshlutdeild. Það á sér hvergi hliðstæðu í nágrannalöndum okkar að eitt fyrirtæki nái slíkum tökum. Það eru rosaleg völd fólgin í því að vera smásali. 

Enn á ný bregður Jóhannes fyrir sig kunnulegum rökum:
Hann berst um á hæl og hnakka við gráðuga framleiðendur og innflytjendur þessa lands, fyrir neytandann. Neytandinn getur treyst því að enginn er eins harður og óbilgjarn við græðgispúkana, en Jóhannes, og því getur neytandinn keypt vörur á lægsta verði.

Í heimsmynd Jóhannesar eru tvö mengi: Hann og neytandinn, þessi heilaþvottur hefur gengið allt síðan hann skrifaði frægu greinina um að 30% markaðshlutdeild væri stórhættuleg og vald smásala væri geigvænlegt.

Immanuel Kant sagði einu sinni: Þegar ákvarðanir eru teknar í viðskiptum skaltu hugsa alvarlega: “Hvað myndi gerast ef allir gerðu eins og ég?”

Allir hömuðust við að gera eins 2004-2008 án þess að leiða hugann að afleiðingum. Afleiðingarnar voru ” allsherjar hrun”.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 16.10.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband