Laugardagur, 17. október 2009
Meirihluti vill segja upp samningi við AGS
Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja 58% þeirra,sem tóku afstöðu segja upp samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS).En 42 sögðust andvíg uppsögn samstarfsins.Þegar athugað er hvernig þátttakendur í skoðanakönnuninni skiptast á flokka kemur í ljós,að meirihluti allra flokka nema Samfylkingar vil segja upp samstarfinu við AGS. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart þegar haft er í huga hvernig AGS hefur komið fram við Íslendinga. Sjóðurinn hefur sýnt Íslendingum fullkomna lítilsvirðingu.AGS hefur virðurkennt,að Ísland hafi staðið við skuldbindingar sínar að fullu gagnvart sjóðnum en samt hefur sjóðurinn ekki greitt út annan áfanga láns til Íslands frá sjóðnum.Það hefur komið greinilega í ljós,að Bretar og Hollendingar hafa haldið sjóðnum í gíslingu og neitað að samþykkja lán til Íslands á meðan Icesave deilan væri óleyst. Þessi vinnubrögð eru brot á starfsreglum sjóðsins.
Ég tel,að Ísland eigi strax að óska eftir endurskoðun á samstarfinu við AGS. Og ef annar hluti lánsins til Íslands verði ekki kominn innan tveggja vikna eigi að slíta samstarfinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.