Laugardagur, 17. október 2009
Markaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara
Almenningur hefur furðu lostinn lesið fréttir um langt skeið af markaðsmisnotkun stjórnenda Kaupþings. Bankinn hefur greinilega stuðlað að sýndarviðskiptum og gert ráðstafanir til þess að hækka verð hlutabréfa í bankanum með hæpnum aðferðum.Völdum hluthöfum og viðskiptavinum hefur verið lánað stórfé,margir milljarðar og jafnvel hundruð milljarða til hlutabréfakaupa.Það er undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið fyrir löngu sent til sérstaks saksóknara. Seinagangurinn í kerfinu er svo mikill að það má búast við að málið liggi lengi hjá saksóknara.En það er ekki nóg að rannsaka meinta markaðsmisnotkun. Það þarf einnig að láta stjórnendur bankans endurgreiða svimandi háar upphæðir,sem þessi aðilar hafa fengið í bónusa og kaupauka á sama tíma og bankinn var rekinn svo illa,að hann stefndi í gjaldþrot Almenningur er orðinn þreyttur á seinagangi í rannsókn bankahrunsins.
Björgvin Guðmundsson
Meint allsherjarmisnotkun Kaupþings til saksóknara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.