Laugardagur, 17. október 2009
Mikil óánægja meðal öryrkja og eldri borgara.Verið að níðast á lífeyrisþegum
Það má nú lesa hverja greinina á fætur annarri í blöðum eftir öryrkja,sem orðið hafa fyrir skerðingu lífeyris hjá lífeyrissjóðum eða hjá almannatryggingum.Lífeyrissjóðirnir hafa skert lífeyri öryrkja harkalega en á sama tíma er ríkisstjórnin að skerða verulega kjör aldraðra og öryrkja hjá almannatryggingum.
Byrjað var að skerða kjör lífeyrisþega um sl. áramót en þá var höfð af þorra lífeyrisþega lögbundin verðlagsuppbót.Aðeins þeir,sem voru á strípuðum bótum gengu fulla verðlagsuppbót, 20%, en hinir fengu aðeins 9,6% hækkun eða hálfa verðlagsuppbót. Síðan var hoggið í sama knérunn 1.júlí sl. þegar ríkisstjórnin skerti kjör lífeyrisþega verulega á ný.Þetta var gert sama dag og verkafólk fékk kauphækkun en samkvæmt lögum á lífeyrir lífeyrisþega að hækka samsvarandi og laun.Það verður enginn friður fyrr en ríkisstjórnin leiðréttir þetta, Hún verður að afturkalla kjaraskerðinguna 1.júlí sl. og hækka lífeyri aldraðra og öryrkja samsvarandi og laun hækkuðu 1.júlí. Ríkisstjórnin kemst ekki upp með að níðast á lífeyrisþegum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta. Takk fyrir að halda þessu mikilvæga máli á lofti.
Andri Geir Arinbjarnarson, 17.10.2009 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.