Sr.Gunnar á að fá að taka við starfi sínu á Selfossi

Vel á annað hundrað manns sitja fund séra Gunnars Björnssonar á Hótel Selfossi þar sem rædd er ákvörðun biskups að flytja Gunnar úr starfi sóknarprests á Selfossi. Fundurinn byrjaði á fjöldasöng þar sem sungið var lagið Fyrr var oft í koti kátt. Gunnar hélt ræðu og sagðist ekki bera kala til stúknanna sem kærðu hann fyrir kynferðislegt áreiti en Hæstiréttur sýknaði hann af ákæru þar að lútandi. Gunnar sagði að biskup hefði á sínum tíma lofað að hann fengi aftur starf sitt við Selfosskirkju. Ef biskup ætlaði ekki að standa við það og virða dómstóla væri hann kominn á hála braut. Árni Johnsen hélt þrumuræðu og sagðist ætla að taka málið upp á Alþingi enda hefði biskup brugðist.

Fundarmönnum var ofarlega íhuga að Hæstiréttur hefði sýknað Gunnar og að Hæstiréttur ætti að hafa síðasta orðið.  Ákvörðun biskups væri því óverjandi, illskiljanleg og jafnvel ólögleg. Kynnt var að öll sjónarmið yrðu rædd en svo virðist sem stuðningsmenn Gunnars taki einir til máls á fundinum.

Einingu innan Selfosssóknar er hætta búin ef séra Gunnar Björnsson snýr aftur til starfa þar. Þetta segir biskup í bréfi til séra Gunnars. Séra Gunnar endursendi í gær bréf biskups þar sem honum var tilkynnt að hann yrði fluttur úr starfi sóknarprests í starf sérþjónustuprests á biskupsstofu. Hann telur flutninginn lögbrot í ljósi hæstaréttardóms frá í vor þar sem séra Gunnar var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum í Selfosssókn.

Í bréfinu segir:

,,Biskupi er vel ljóst að þér voruð sýknaður í Hæstarétti. Þrátt fyrir þá niðurstöðu er einsýnt að djúpstæður og alvarlegur trúnaðarbrestur hefur myndast milli yðar og þeirra sem fara með málefni safnaðarins. Trúnaðarbresturinn hefur valdi því að kirkjulegu starfi í söfnuðinum verði ekki unnt að sinna eðlilega ef þér komið til starfa að nýju og einingu innan sóknarinnar yrði beinlínis búin hætta af.“

Formaður sóknarnefndar segir að legið hafi við klofningi innan sóknarinnar og segir ákvörðun biskups rétta. Biskup styður ákvörðun sína meðal annars við þjóðkirkjulög og lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Hann býður séra Gunnari að sinna að sinna sérþjónustuprestsstarfi sínu frá heimili sínu.

Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar telur að séra Gunnar hafi gerst sekur um siðferðisbrot og prestastefna og fagráð um kynferðisbrot innan þjóðkirkjunnar hafa ályktað að hann eigi ekki að taka til starfa á ný í söfnuðinum. (ruv.is)

Með því að sr. Gunnar var sýknaður í Hæstarétti á  hann að fá að taka við sínu starfi á Selfossi á ný. Það er lítið  gagn í því að leggja mál fyrir dómstóla ef ekkert er farið eftir þeim. Ef biskup hefur verið mikið í mun að flytja Sr. Gunnar til í starfi hefði hann átt að reyna að ná samkomulagi við hann um það en ekki að tilkynna  honum einhliða að hann ætti  að flytjast.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband