Árangur á vissum sviðum

Margt bendir til þess að markviss og ábyrg efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar sé að skila árangri. Því þótt staðan sé erfið og verkefnin mörg benda vísbendingar t.d. til þess að spár um atvinnuleysi gætu verið of dökkar og að verðbólga fari lækkandi, henni jafnvel spáð 6% um áramót. Staðan nú er betri en menn spáðu fyrir ári og lausn margra stórra verkefna í sjónmáli.Endurreisn bankanna er á lokastigi. Í vikunni var gengið frá uppgjöri á milli gamla og nýja Landsbanka og yfirtöku kröfuhafa á Íslandsbanka, en í því felst að 40 milljarðar renna aftur til ríkisins, og það styttist í að málum Kaupþings verði lokið. Nú sér undir lok Icesave, von er á því að lokasátt náist við Hollendinga og Breta um helgina. Við uppgjör Landsbankans kom fram að allar líkur eru á að um 90% fáist upp í Icesave skuldbindingarnar og að um 75 milljarðar króna falli á íslensku þjóðina sem er mun minni upphæð en búist var við, þótt há sé.

Lagt var fram á þingi í gær frumvarp sem er mikilvægur þáttur til lausnar á skuldavanda heimilanna. Lausn sem felur sér umtalsverða leiðréttingu á greiðslubyrði af lánum og nýjar leiðir til að laga skuldir fólks að eignastöðu og greiðslugetu ( heimasíða Samfylkingar)

Ég tek undir með Samfylkingunni,að framangreind atriði eru til bóta,minnkandi atvinnuleysi,endurreisn bankanna og nýtt frumvarp um lausn á skuldavanda heimilanna.Ennfremur segir,að búist sé við lokasátt um Icesave um helgina. Vonandi reynist það rétt.

Björgvn Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband