Forsetinn verður ekki var við mótbyr

Gestir Rauða krosshússins tóku fagnandi á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þegar hann kynnti sér starfsemina í Borgartúni 25 í Reykjavík um miðjan dag í gær.

Forsetinn fór á milli starfsstöðva, ræddi við starfsfólk og gesti sem nýta sér þjónustu Rauða krossins. Meðal annars gerði hann stans hjá prjónahópi og hjá aðstandendum hláturjóganámskeiðs.

Rauða kross-húsið býður upp á ókeypis námskeið og stuðning, en þar er þjónustumiðstöð þar sem einstaklingar og fjölskyldur geta leitað eftir stuðningi til að takast á við breyttar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Að sögn starfsfólks sækja um 50 manns Rauða kross-húsið á degi hverjum.- (visir.is)

Fjölmiðlar tóku viðtal við forsetann í tilefni af heimsókn hans til Rauða krossins.Var forsetinn m.a. spurður um þann áróður sem rekinn hefur verið gegn honum að undanförnun m.a. vegna þess að talið er að hann hafi mælt með útrásinni.Var forsetinn spurður hvort hann hafi orðið var við mótbyr.Forsetinn sagði að hann hefði ekki orðið var við þann mótbyr eða gagnrýni ,sem fjölmiðlum væri tíðrætt um. Var forsetinn þá að vísa til ferða sinna um landið. Hann kvaðst ekki hafa orðið var við neinn mótbyr. Ljóst er,að það eru vissir blaðamenn sem reka  mikinn áróður gegn forsetanumm og Sjálfstæðisflokkurinn var á móti kosningu Ólafs Ragnar sem forseta á sínum tíma.Flokkurinn virðist aldrei hafa fyllilega sætt sig við hann.

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband