Nýtt frumvarp um Icesave lagt fram í dag

Nýtt Icesave frumvarp verður lagt fram á Alþingi í dag en í gær var tilkynnt um að samkomulag hefði náðst við Breta og Hollendinga í málinu. Þá er búist við því að í dag verði sameiginleg yfirlýsing frá Íslendingum Bretum og Hollendingum birt. Yfirlýsingin er liður í samkomulaginu og þar verður tekið fram að Bretland og Holland hafi meðal annars fallist á þá efnahagslegu skilmála sem settir voru með lögum Alþingis um ríkisábyrgð á Icesave.

Þá er því einnig lýst yfir að Ísland hafi endurnýjað skuldbindingar sínar til að ábyrgjast skuldbindingar Innistæðutryggingasjóðs án þess að í því felist viðurkenning á að lagaleg skuldbinding hafi verið til staðar, segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Í yfirlýsingunni verður einnig fjallað um mikilvægi afgreiðslu endurskoðunar á samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og lýst stuðning við það að hún fari fram. (visir,is)

Yfirlýsing sú,sem fjármálaráðherrar Breta og Hollendinga gefa í dag er mjög mikilvæg.Þar verður því lýst yfir,að þessi lönd fallist á þá efnahagslegu skilmála sem settir voru með lögum í sumar og að ísland viðurkenni ekki lagalega skuldbindingu  á greiðslu Icesave.Hvort tveggja er mjög mikilvægt.

Björgvin Guðmundsson

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband