Mikil aukning á framlögum til velferðarmála sl. 25 ár

Samkvæmt nýrri skýrslu Hagstofunnar um framlög til velferðarmála hafa framlög Íslands til þessa málaflokks aukist mikið sl. aldarfjórðung,eða úr 5,7% af landsframleiðslu í 8,9%.Mest voru framlögin 2003 eða 9,73% af landsframleiðslu.Árið 1998 voru þau 7,72% af landsframleiðslu  og 2007 8,56%Framlög til öldrunarmála hafa aukist mikið sl. 25 ár en  þau námu 2,24% af landsframeiðslu 2008,sama hlutfalli 2007 en 2,66% 2005 og 2,53% 1998.Mest er aukning í málaflokknum fjölskyldur og börn eða úr 1,79% af landsframleiðslu 1998 í 2,55% 2008.

Ef litið er  á Norðurlönd kemur þetta í ljós: Mest eru framlög til öldrunarmála í Sviþjóð eða 11,7% af landsframleiðslu 2006,11% í Danmörku,9% í Finnlandi,6,8% í Noregi og 4,7% á Íslandi.Framlög til  félagsverndar eru þessi á Norðurlöndum: Svíþjóð 30,7% af landsframleiðslu,Danmörk 29,1%,Noregur 22,6% og Ísland rekur lestina með 21,1°%.

Það hefur orðið mikil aukning hér sl. 25 ár en samt rekum við lestina á Norðurlöndum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband