Almannatryggingar: Stöndum að baki grannþjóðum okkar

Það hefur orðið mikil aukning á framlögum til velferðarmála á sl. 25 árum.En sem hlutfall af landsframleiðslu eru framlögin minni sl. ár en  árið 2003.Framlög til öldrunarmála eru minni sl. ár sem hlutfall af landsframleiðslu en 1998 og þau eru óbreytt frá 2007 til 2008  sem hlutfall af landsframleiðslu.

Ólafur Thors forsætisráðherra nýsköpunarstjórnarinnar sagði við upphaf hennar,að ríkisstjórnin ætlaði að koma á almannatryggingum,sem yrðu það góðar að þær væru í fremstu röð nágrannaþjóða okkar.Það gekk vel í fyrstu en í dag stöndum við hinum Norðurlöndunum langt að baki samkvæmt tölum Hagstofunnar frá í dag og meira að segja eru ýmsar Austur-Evrópu þjóðir komnar fram úr okkur varðandi framlög til félagsverndar. Það vantar því mikið upp á að almannatryggingar okkar og félagsvernd sé í fremstu röð.Og vegna mikilla skerðinga á almannatryggingum á þessu ári  höfum við enn dregist meira aftur úr í ár.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband