Exista tapaði 206 milljörðum sl. ár

Exista tapaði 1,6 milljarði evra á síðasta ári eða 206 milljörðum íslenskra króna. Þetta var tilkynnt á framhaldsaðalfundi Existu í morgun. Óhætt er að segja að þetta sé mesta tap sem íslenskt fyrirtæki hefur bókfært.

Eigið fé lækkaði um rúm 90% milli ára. Heildareignir lækkuðu um rúm 70%. Þetta skýrist af falli Kaupþings og sölu á eignarhlut Existu í Sampo-group. Enn er þó óvissa í uppgjörinu þar sem beðið er niðurstöðu í dómsmálum um uppgjör gjaldmiðlasamninga við Kaupþing og Glitni. Í afkomuskýrslu kemur fram að niðurstöður þessara mála skipti verulegu máli varðandi afkomu félagsins og eigið fé.


Ein af forsendunum fyrir reikningnum er að gengið verði að kröfum Exista um uppgjör á þessum samningum fyrir dómi. Önnur forsenda er að samningar náist við kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, vonar að eitthvað gerist í þeim efnum um áramót. Hann er bjartsýnn á að fyrirtækið lifi áfram þó að umsvifin verði minni. Hann segir fyrirtækið hafa greitt mikið af skuldum í fyrra; álíka mikið og rætt sé um að greiða þurfi vegna Icesave-reikninganna.(ruv.is)

Exista er eitt af þessum braskfyrirtækjum,sem stofnuð voru á græðgistímabilinu,þegar allt kapp var lagt á að einstaklingar græddu sem mest en ekkert hugsað um þjóðarhag. Exista var einn stærsti eigandi Kaupþings og var viðriðinn alls konar brask þar  svo sem sýndarviðskipti og vafasamar ráðstafanir til þess að hækka  verð hlutabéfa. Sérstakur saksóknari fjallar nú um meinta markaðsmisnotkun Kaupþings.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband