Mánudagur, 19. október 2009
Alþingi ræðir skuldavanda heimilanna
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra mælti, nú um klukkan hálffimm í dag, fyrir frumvarpi um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.
Frumvarpinu er meðal annars ætlað að takast á við skuldavanda heimilanna vegna gengshruns krónunnar og verðbólgu. Í athugasemdum með frumvarpinu segir að stór hluti af íbúðalánum heimila, eða um 30%, hafi verið gengistryggð fyrir bankahrunið. Fall krónunnar hafi því í mörgum tilvikum leitt til skuldsetningar umfram verðmæti trygginga. Aukin verðbólga í kjölfar falls krónunnar hefur einnig þyngt skuldabyrði þeirra heimila sem skulda verðtryggð íbúðalán.
Þá hafi verð íbúðarhúsnæðis lækkað um 10-15% að nafnvirði á undanförnum missirum. Kaupmáttur hafi lækkað um 10-15% að jafnaði í kjölfar hrunsins og atvinnuleysi hafi aukist í 8-9%. Búist sé við að kaupmáttur muni halda áfram að minnka og gæti hann í heild minnkað um rösk 20% á samdráttarskeiðinu.(visir,is)
Fram kom í ræðu Árna Páls,að greiðslubyrði verðtryggðra lána geti minnkað um 20% skv. frumvarpinu og greiðslubyrði gengistryggðra lána minnkað um 20-35%.Mér líst vel á frumvarpið og tel,að það geti hjálpað mörgum sem eru í skuldavanda.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.