Þriðjudagur, 20. október 2009
Ríkisstjórnin stendur,meirihluti fyrir Icesave.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir,formaður þingflokks VG var gestur kastljóss í gærkveldi ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur,varaformanni Sjálfstæðisflokksins.Guðfríður Lilja varði af miklu kappi hið nýja samkomulag um Icesave og taldi,að það væri betra en það eldra.Þar með hefur tónninn verið gefinn fyrir afstöðu órólegu deildarinnar í VG til nýja aamkomulagsins um Ice save.Ekki er langt síðan Guðfríður Lilja var í Silfri Egils og var þá á allt annarri skoðun um Icesave.Samkvæmt þessum sinnaskiptum Guðfríðar Lilju sem stafa af betri samningi um Icesave en áður tel ég nokkuð öruggt að Icesave samningurinn hafi meirihluta á alþingi.Ríkisstjórnin mun því standa.Þetta gerir Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sér ljóst og hamast nú eins og naut í flagi.Talsmenn þessara flokka tala nú eins og talsmenn Sósialistaflokksins gerðu í gamla daga,tala um landráð og algera niðurlægingu þjóðarinnar, uppgjöf o.s.frv. Öllum,sem fylgst hafa með málum er hins vegar ljóst,að ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið í stjórn hefði hann lagt til,að samið væri um Ícesave á svipuðum nótum og gert er. Nægir í því efni að lesa ræður Bjarna Benediktssonar frá því í nóv. sl. Þar mælir hann með samningum um Icesave!
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.