Þriðjudagur, 20. október 2009
Össur hraðar undirbúningi aðildar að ESB
Fjölmiðlar skýra frá því í dag,að utanríkisráðuneytið hafi þegar sent fyrstu svörin við spurningum ESB til sambandsins.Er mikill gangur á undirbúningi að aðildarviðræðum að ESB.Össur Skarphéðinsson,utanríkisráðherra, mun á næstunni skipa samninganefnd sem á að annast samningaviðræður við ESB.Henni til aðstoðar verða nokkrir starfshópar eða nefndir í hinum ýmsu málaflokkum.Er ljóst,að Össur hraðar undirbúningi aðildarviðræðna sem mest.Ísland á að hafa lokið að svara spurningum ESB í næsta mánuði. Svörin verða birt opinberlega.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.