Gylfi: Ekki hætta á þjóðargjaldþroti

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag, að umræða um erlendar skuldir og hættu á að íslenska þjóðarbúið stefni í greiðsluþrot, sé á villigötum og engin hætta sé á slíku.

Gunnar Tómasson, hagfræðingur, hefur síðustu daga lýst þeirri skoðun, að það stefni í mjög alvarlega stöðu þegar litið sé á erlendar heildarskuldir Íslands og gera þurfi róttækar breytingar á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Gylfi sagði að mörg dæmi væru um að erlendar skuldir ríkja væru meiri en sem svaraði árlegri landsframleiðslu. Nefndi hann m.a. Bandaríkin og Danmörk, þar sem erlendar skuldir væru 240% af landsframleiðslu.(mbl.is)

Það er ámælisvert,að virtur hagfræðingur skuli stunda hræðsluáróður gagnvart þjóðinni og halda því fram,að þjóðin stefni í greiðsluþrot.Það hefur verið tryggt í samkomulaginu um Icesave,að ekki verður greitt vegna þess samkomulags meira en ákveðin prósenta ( 6%) af hagvexti.Það á einmitt að tryggja,að við reisum okkur ekki hurðarás um öxl. Eins og viðskiptaráðherra bendir á hafa önnur ríki skuldað meira en við sem hlutfall af landsframleiðslu og þó hafa þessi ríki ekki farið í þroit. Verðum við ekki að vona,að þjóðfélagið rétti sig fljótt af og komist fljótt út úr kreppunni.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

Fara til baka Til baka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Björgvin, svo labbaði ég niður í bæ og hitti stórmerkan mann, og hann taldi að við stefndum í þjóðargjaldþrot. Miðað við röksemdarfærsluna hér að ofan, þýðir það þá að Gylfi hafi haft rangt fyrir sér?

Sigurður Þorsteinsson, 20.10.2009 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband