Íhald og Framsókn æf út af Icesave málinu

Umræður um Icesave málið hófust ekki á alþingi í gær þar eð fellt var að veita afbrigði fyrir því að taka málið á dagskrá.Sjálfstæðisflokkur og Framsókn lögðust gegn afbrigðum.Flokkar þessir eru æfir vegna þess að þeim hefur ekki tekist að fella ríkisstjórnina á Icesave málinu.Flokkarnir eru ekki að hugsa um þjóðarhag heldur er þeir í valdabaráttu og gera allt til þess að koma ríkisstjórninni frá. Of skammt var liðið frá því frv. um Icesave var lagt fram og því þurfti afbrigði ef taka átti málið á dagskrá í gær.En enda þótt íhald og framsókn vildu ekki veita þessi afbrigði  töluðu fulltrúar þeirra um Icesave í hvert sinn sem þeir komu í ræðustól. Skrípaleikurinn á alþingi heldur því áfram. Alþingi hefur ekkert lært  þó þing og stjórn hafi sett þjóðfélagið á hausinn.

 

Bj0rgvin Guðmundsson


mbl.is Icesave ekki á dagskrá í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki kominn tími til að fá einhverjar vitsmunaverur til að stjórna landinu?

Þeir eru alltof margir mannvitsfjallvegirnir á þingi.

axel (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband