Norðurlönd eru í fararbroddi á sviði velferðarmála

Í skýrslu Hagstofunnar um útgjöld til velferðarmála kemur þetta fram:

Útgjöld til félagsverndar árið 2008 samkvæmt ESSPROS námu 325,6 milljörðum króna eða 22,1% af landsframleiðslu. Um 40% útgjaldanna 2008 voru vegna slysa og veikinda (heilbrigðismála), en það samsvarar ríflega 8,8% af landsframleiðslu. Til verkefna vegna öldrunar fóru rúmlega 22% útgjaldanna eða 4,9% af landsframleiðslu. Þá vógu útgjöld vegna örorku og fötlunar og sömuleiðis fjölskyldna og barna þungt, en ríflega 13% útgjalda til félagsverndar runnu til hvors verkefnasviðs eða 2,9% af landsframleiðslu. Til fyrrgreindra fjögurra verkefnasviða runnu um 89% heildarútgjalda til félagsverndar.

Samanburður á félagsvernd milli Norðurlanda og ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu sýna að árið 2006 ráðstöfuðu Svíar til dæmis 30,7% af landsframleiðslu sinni til félagsverndar og Danir 29%. Norðmenn aftur á móti 22,6%, Færeyingar 24% og Finnar 26,3%. Á því ári rann 21% landsframleiðslu hér á landi til félagsverndar eða 247 milljarðar króna. Á Evrópska efnahagssvæðinu runnu að meðaltali 26,9% af landsframleiðslu ríkja þess til félagsverndar árið 2006.

Framangreindar tölur leiða í ljós,að Ísland ver miklum fjármunum til velferðarmála og þær tölur hafa farið hækkandi sl. 25 ár. En hin Norðurlöndin verja meira fjármagni til þessa málaflokks í hlutfalli af landsframleiðslu. Svíar verja  30,7% af landsframleiðslu til félagsverndar en við 21%. Við rekum lestina.

Almannatryggingar og velferðarmál 2008 - Hagtíðindi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband